Ekki einn háskóla eða spítala Haukur Arnþórsson skrifar 10. ágúst 2013 00:01 Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun