Englendingurinn Mo Farah kom, sá og sigraði í 10 þúsund metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu í dag.
Ólympíumeistarinn frá því í London tók forystuna síðustu hringina en Ibrahim Jeilan frá Eþíópíu veitti honum harða keppni allt til loka.
Farah kom í mark á tímanum 27:21,21 mínútum en Jeilan var sekúndu á eftir á 27:22,23 mínútum. Paul Taniu frá Kenía varð þriðji.
Farah og Jeilan öttu einnig kappi í hlaupinu fyrir tveimur árum. Þá hafði Jeilan betur en í dag höfðu þeir félagar sætaskipti.
Höfðu sætaskipti og Farah tók gullið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn


Fleiri fréttir
