Rafbíll hollenskra stúdenta 2,15 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 14:45 Örfáir ofurbílar komast á 100 kílómetra hraða á klukkustund á innan við 3 sekúndum. Stúdentunum í Delft University og Technology er líklega alveg sama um það, en bíll þeirra mældist fyrir stuttu ná þeim hraða á 2,15 sekúndum. Með því er hann sneggsti rafmagnsbíll heims og reyndar er enginn fjöldaframleiddur bíll af nokkurri gerð sneggri. Ariel Atom er 2,3 sekúndur í hundraðið og Bugatti Veyron með sín 1.000 hestöfl kemst ekki nálægt tíma rafmagnsbílsins hollenska. Gamla heimsmet rafmagnsbíls var 2,68 sekúndur og því var það rækilega slegið nú. En hvernig er þessi bíll útbúinn? Hann er með 4 rafmótora sem samtals skila 135 hestöflum sem send eru til allra hjólanna. Bíllinn vegur aðeins 145 kíló og því eru hestöflin næstum jafn mörg og kílóin. Hvorki Ariel Atom né Bugatti Veyron búa að svo góðu hlutfalli. Þó þessi smái bíll sé sneggri en nokkur fjöldaframleiddur bíll eru ýmsir keppnisbílar fljótari, en þeir eru aðeins framleiddir í einu eða örfáum eintökum og yfirleitt ekki til sölu til almennings. Sjá má rafbílinn hollenska taka sprettinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent
Örfáir ofurbílar komast á 100 kílómetra hraða á klukkustund á innan við 3 sekúndum. Stúdentunum í Delft University og Technology er líklega alveg sama um það, en bíll þeirra mældist fyrir stuttu ná þeim hraða á 2,15 sekúndum. Með því er hann sneggsti rafmagnsbíll heims og reyndar er enginn fjöldaframleiddur bíll af nokkurri gerð sneggri. Ariel Atom er 2,3 sekúndur í hundraðið og Bugatti Veyron með sín 1.000 hestöfl kemst ekki nálægt tíma rafmagnsbílsins hollenska. Gamla heimsmet rafmagnsbíls var 2,68 sekúndur og því var það rækilega slegið nú. En hvernig er þessi bíll útbúinn? Hann er með 4 rafmótora sem samtals skila 135 hestöflum sem send eru til allra hjólanna. Bíllinn vegur aðeins 145 kíló og því eru hestöflin næstum jafn mörg og kílóin. Hvorki Ariel Atom né Bugatti Veyron búa að svo góðu hlutfalli. Þó þessi smái bíll sé sneggri en nokkur fjöldaframleiddur bíll eru ýmsir keppnisbílar fljótari, en þeir eru aðeins framleiddir í einu eða örfáum eintökum og yfirleitt ekki til sölu til almennings. Sjá má rafbílinn hollenska taka sprettinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent