Vínilplatan snýr aftur Ómar Úlfur skrifar 17. október 2013 11:36 Það er notalegt að setja góða vínilplötu undir nálina Sala á vínilplötum hefur snaraukist í Bretlandi það sem af er ári og hefur salan ekki verið meiri í 10 ár. Listamenn eins og Daft Punk, David Bowie og Artic Monkeys hafa gefið út vinsælar plötur á árinu sem hafa selst gríðarlega vel á vínilformi. Söluaukningin á milli ára í Bretlandi er yfir 100% og er það ekki síst þessum vinsælu titlum að þakka. Geoff Taylor hjá BPI sagði nýverið í viðtalið við NME tónlistartímaritið að þetta væri ekki fortíðarþrá eins og fyrir nokkrum árum. Nýjar kynslóðir séu að uppgötva gæði og hlýju analog upptökutækninnar. Nú er svo komið að stór hluti tónlistaráhugafólks kýs formið sem sitt neysluform á tónlist. Verslanir eins og Skífan, Lucky Records og Smekkleysuplötuverslunin selja orðið gríðarlegt magn af bæði nýjum og notuðum plötum. Fjöldann allan af síðum tileinkuðum vínylplötum má finna á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Tónlistarmenn bæði hér heima og erlendis sækja í það að koma tónlist sinni á vínylplötur. Haraldur Leví Gunnarsson framkvæmdastjóri Record Records útgáfunnar segir síðasta ár hafa verið gríðarlega gott sé litið til vínilplötusölu og væntingarnar séu miklar fyrir árið í ár. Fyrsta vínilútgáfa ársins hjá fyrirtækinu er EP platan Tension frá hljómsveitinni Vök sem vann seinustu músiktilraunir. Fyrir jólin eiga eftir að koma út titlar með hljómsveitum á borð við Mammút, Ojba Rasta, Lay Low og fleirum. Það er því nokkuð ljóst að vínilplatan hefur snúið aftur með látum. Hér fyrir neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um það hvernig spila á vínilplötu á plötuspilara. Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Mesti óþverri ársins Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon
Sala á vínilplötum hefur snaraukist í Bretlandi það sem af er ári og hefur salan ekki verið meiri í 10 ár. Listamenn eins og Daft Punk, David Bowie og Artic Monkeys hafa gefið út vinsælar plötur á árinu sem hafa selst gríðarlega vel á vínilformi. Söluaukningin á milli ára í Bretlandi er yfir 100% og er það ekki síst þessum vinsælu titlum að þakka. Geoff Taylor hjá BPI sagði nýverið í viðtalið við NME tónlistartímaritið að þetta væri ekki fortíðarþrá eins og fyrir nokkrum árum. Nýjar kynslóðir séu að uppgötva gæði og hlýju analog upptökutækninnar. Nú er svo komið að stór hluti tónlistaráhugafólks kýs formið sem sitt neysluform á tónlist. Verslanir eins og Skífan, Lucky Records og Smekkleysuplötuverslunin selja orðið gríðarlegt magn af bæði nýjum og notuðum plötum. Fjöldann allan af síðum tileinkuðum vínylplötum má finna á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. Tónlistarmenn bæði hér heima og erlendis sækja í það að koma tónlist sinni á vínylplötur. Haraldur Leví Gunnarsson framkvæmdastjóri Record Records útgáfunnar segir síðasta ár hafa verið gríðarlega gott sé litið til vínilplötusölu og væntingarnar séu miklar fyrir árið í ár. Fyrsta vínilútgáfa ársins hjá fyrirtækinu er EP platan Tension frá hljómsveitinni Vök sem vann seinustu músiktilraunir. Fyrir jólin eiga eftir að koma út titlar með hljómsveitum á borð við Mammút, Ojba Rasta, Lay Low og fleirum. Það er því nokkuð ljóst að vínilplatan hefur snúið aftur með látum. Hér fyrir neðan má sjá myndband með leiðbeiningum um það hvernig spila á vínilplötu á plötuspilara.
Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Harmageddon Nýtt tónlistarmyndband frá Vök Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Mesti óþverri ársins Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon