Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins Árni Richard Árnason skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins. Þegar almenningur kvartar yfir málsmeðferð embættisins til æðra stjórnvalds þá svarar embættið gjarnan í sama stíl og fyrrnefnd grein embættisins var, þ.e.a.s. með yfirborðslegum skrifum um lög landlæknis og að embættið vinni „ítarlega og faglega". Flestar hinna efnislegu athugasemda eru hunsaðar eða þeim svarað með útúrsnúningum. Skoðum þessa grein nánar.Útúrsnúningataktík Í greininni er reynt að láta líta út fyrir að ég hafi fyrst og fremst verið ósáttur við niðurstöðu embættisins í kvörtunarmáli mínu. Það er dæmigerð útúrsnúningataktík embættisins. Úrskurðinum var hnekkt af velferðarráðuneytinu, m.a. vegna fjölda rangfærslna, órökstuddra fullyrðinga og óhlutleysis umsagnaraðila og vegna þess að annar umsagnaraðilinn var meðeigandi Læknastöðvar Orkuhússins þar sem meint mistök voru gerð. Hvort tveggja eru óeðlileg og alvarleg brot á stjórnsýslulögum. Landlæknir hefur ekki manndóm í sér til að nefna þetta eða biðjast afsökunar á því, jafnvel þó æðra stjórnvald hafi úrskurðað brotin. Þess í stað gefur greinin til kynna að ásakanir mínar gagnvart umsagnaraðilum séu óréttmætar án þess að nokkuð í málflutningi hans styðji það. Síðasta dæmið um rökleysi landlæknis er fullyrðing hans um að ásakanir mínar um mannréttindabrot embættisins dæmi sig sjálfar. Það vill svo til að mínar ásakanir eru grundvallaðar á málefnalegum rökum, rökum sem embættið hefur fengið tækifæri til að svara en hunsað með öllu.Þungar áhyggjur Fögur orð landlæknisembættisins um vinnubrögð sín mega teljast furðuleg í ljósi þess að nýverið hafði umboðsmaður Alþingis það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins. Lendingin í því máli var að senda þá starfsmenn embættisins sem koma að kvörtunarmálum í stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins. Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, frá 17. október 2012, má lesa að „ef tilefni gefst til verður á ný tekin afstaða til þess hvort ráðist verður í frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknis". Þetta sýnir að umboðsmaður Alþingis hefur þungar áhyggjur af vinnubrögðum landlæknisembættisins.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar