Skoðun

Er óhróður DV falur?

Ólafur Hauksson skrifar

DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann.

Stór hluti þessara þolenda ofbeldis DV eiga eitt sameiginlegt. Þeir eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana vegna lánamála, viðskiptahátta, uppgjöra, gjaldþrota og þar fram eftir götunum. Í mörgum tilfellum er um háar fjárkröfur og alvarlegar sakargiftir að ræða, en það réttlætir ekki miskunnarlaust og síendurtekið einelti á borð við það sem DV stundar.

Hvers vegna?

Þær upplýsingar sem DV hefur í höndunum um þessa einstaklinga, fjármál þeirra og fyrirtæki koma frá skiptastjórum, lögmönnum og starfsmönnum banka.

Eitt er að notfæra sér slíkar upplýsingar til að skrifa frétt. Allt annað er að nota þær til að níðast endalaust á fólki. DV hefur bersýnilega tekið að sér að vera refsivöndur tiltekinna fjármálastofnana. Í því hlutverki dregur DV hvergi af sér. En hvers vegna? Hvað veldur þessari miklu elju, þessu linnulausa einelti í þágu erlendra hrægammasjóða?

Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort óhróðurinn í DV sé falur. Hvort hagsmunaaðilar – ég tala nú ekki um þá sem eiga nóg af peningum – geti keypt skoðanir og fréttaflutning sem DV svo viðrar opinberlega?

Ekki er langt síðan DV skuldaði 75 milljónir króna í vörsluskatta. Eins og hendi væri veifað hvarf það vandamál.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×