Nýtt frumvarp, sömu hugmyndir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Enn eitt kvótafrumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það sem nú hefur verið lagt fram er fjórða atrenna ríkisstjórnarinnar að umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi fiskveiða; Jón Bjarnason lagði fram eitt frumvarp og ein frumvarpsdrög og Steingrímur J. Sigfússon leggur nú fram annað frumvarp sitt um málið. Ráðherrann hefur látið í það skína að með frumvarpinu sé komið til móts við ýmsa gagnrýni á síðasta frumvarp. Við fyrstu sýn virðast breytingar á því aðallega vera til þess hugsaðar að sefa gagnrýnisraddir í stjórnarflokkunum, sem töldu að ekki væri nógu langt gengið í skemmdarverkum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þau þrjú plögg, sem á undan þessu komu, hafa öll fengið sömu gagnrýnina, bæði frá talsmönnum sjávarútvegsins og óháðum sérfræðingum, innlendum og erlendum. Hún felst ekki sízt í því að með öllum frumvörpunum séu veiðiheimildir teknar af fólki sem hefur nýtt þær með hagkvæmum hætti og færðar til óhagkvæmari nota; í byggða-, línuívilnunar-, strandveiði- og leigupotta. Með þessu sé dregið úr skilvirkni og hagkvæmni í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í nýja frumvarpinu virðist nánast ekkert komið til móts við þessa gagnrýni, nema þá helzt í því að dregið er úr takmörkunum á framsali aflaheimilda. Allt pottasukkið stendur í grundvallaratriðum óhaggað. Gert er ráð fyrir að nýtingarleyfi útgerðarinnar séu til 20 ára, en svo á að stofna nefnd um framhaldið. Þannig er útgerðin enn einu sinni skilin eftir í óvissu um framtíðina og þar með unnið gegn framtíðaruppbyggingu og fjárfestingu í greininni. Það er hægt að ná sátt um þrjú grundvallaratriði í fiskveiðistjórnuninni; að skýrt sé kveðið á um þjóðareign á auðlindunum í lögum og stjórnarskrá, að aflaheimildirnar feli í sér nýtingarrétt en ekki eignarrétt og að þjóðin fái eðlilegan afrakstur af eign sinni. Með hækkun veiðileyfagjaldsins hefur síðastnefnda atriðið verið tryggt – og sennilega gengið heldur langt í gjaldtökunni. Um hin atriðin er í raun ekki pólitískur ágreiningur. En slíka sátt kýs ríkisstjórnin ekki. Einmitt til þess að tryggja þjóðinni arð af auðlindinni ættu stjórnvöld nú að kappkosta að viðhalda hagkvæmu og skilvirku fiskveiðistjórnunarkerfi. Þess í stað kjósa þau að láta gagnrýni atvinnugreinarinnar sjálfrar og óháðra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og grafa undan getu sjávarútvegsins til að standa undir gjaldtökunni. Alls konar delluhugmyndir, sem rötuðu inn í upphaflegt frumvarp Jóns Bjarnasonar, komast bara alls ekki út úr málinu aftur. Frumvarp atvinnuvegaráðherra er svo seint fram komið að ólíklegt er að það verði að lögum fyrir kosningar. Sem er út af fyrir sig ágætt. Það er því líkast til fremur hugsað sem kosningaplagg. Kjósendur sem vilja sterkan sjávarútveg sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpun ættu ekki að láta blekkjast af þessum hugmyndum, sem í raun hafa margoft verið skotnar niður nú þegar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun