Skapandi stofnanir Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu. Öflug nýsköpun er forsenda þess að við getum byggt hér upp sterkt, kraftmikið og gott samfélag. Ísland 2020 stefna stjórnvalda um sókn fyrir atvinnulíf og samfélag leggur áherslu á að nýsköpun sé ómissandi grunnur fyrir framþróun atvinnulífsins. Á síðasta ári var sett fram fjárfestingaráætlun 2013-2015. Í henni er að finna metnaðarfull markmið þessarar ríkisstjórnar til að styðja enn frekar við nýsköpun. Má hér nefna aukin framlög í tækniþróunarsjóð, grænar fjárfestingar, vistvæn innkaup og verkefnasjóð fyrir skapandi greinar. Einn viðamikill geiri gleymist oft þegar rætt er um mikilvægi nýsköpunar fyrir samfélagið en það er opinberi geirinn. Ríki og sveitarfélög gegna veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu en hjá þeim starfa þúsundir háskólamenntaðra einstaklinga við ýmis konar störf. Sífellt þarf að bæta og efla þjónustu, verklag og aðferðir í takt við kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Það krefst hugvits og samstarfs við viðskiptavini og skjólstæðinga sem leiðir ósjaldan til nýsköpunar. Ár hvert kaupa ríki og sveitarfélög vörur, þjónustu, tæki og fleira fyrir yfir 100 milljarða króna. Stór hluti þess fjár rennur til þróunar og nýsköpunar.90% stunda nýsköpun Við höfum þurft að sýna aðhald í rekstri hins opinbera. Engu að síður er markmiðið að veita sífellt meiri og betri þjónustu. Við slíkar aðstæður verður aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum. Íslenskar stofnanir og sveitarfélög hafa mætt þessum erfiðu aðstæðum með nýjum lausnum. Rannsóknir styðja það en árið 2010 var gerð norræn rannsókn á þessu viðfangsefni þar sem fram kom að um 90% opinberra stofnana á Íslandi stunda nýsköpun af einhverju tagi, sem er ívið hærra hlutfall en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þá vekur athygli niðurstaða könnunar á viðhorfum forstöðumanna ríkisstofnana árið 2011, sem sýndi að 64% forstöðumanna telja sérstaklega mikilvægt að öðlast meiri færni í aðferðum til nýsköpunar í opinberum rekstri.Verkefni varð útflutningsvöru Í október síðastliðnum voru nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu veitt í annað sinn. Yfir 60 verkefni stofnana og sveitarfélaga voru tilnefnd til verðlaunanna en árið 2011 voru þau 40 talsins. Tilgangurinn með þessum verðlaunum er að draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera og stuðla að frekari nýsköpun í opinberum rekstri á Íslandi. Þessi fjöldi tilnefninga segir okkur að mikil gróska er í starfi hins opinbera þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu síðastliðin ár. Mörg íslensk verkefni sem þróuð voru hér á landi í samstarfi við viðskiptavini, einkaaðila og fleiri hafa orðið að útflutningsvöru og fyrirmynd erlendis. Gott dæmi um slíkt er Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem hlaut nýsköpunarverðlaunin árið 2012 fyrir verkefnið SignWiki. Það verkefni hefur þegar vakið athygli erlendis og er orðið útflutningsvara. Við reiðum okkur öll á þjónustu hins opinbera, hvort sem það eru menntastofnanir, heilbrigðisstofnanir eða önnur starfsemi. Mikilvægt er að þjónustan standist nútímakröfur og því þarf öflugt og áhugasamt fólk til að starfa hjá hinu opinbera. Það er mikill metnaður innan hins opinbera til að gera betur og því mikilvægt að skapa þannig umhverfi að stofnanir og sveitarfélög geti tekið næstu skref með nýsköpun að leiðarljósi.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun