Svíþjóð, samkeppnis- hæfni og fríverslun Össur Skarphéðinsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Tvennt stendur upp úr nýafstaðinni Íslandsheimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Í fyrsta lagi sagði Bildt okkur að Svíar væru á einu máli um að aðild þeirra að Evrópusambandinu hefði verið þeim til hagsbóta. Óumdeilt er að aðild hefur styrkt sænskt efnahagslíf. Útflutningshagkerfið Svíþjóð hefur traustan aðgang að Evrópu og öðrum mörkuðum sem ESB hefur samið um og er að semja um fríverslun við, þ. á m. við Bandaríkin. Evrópa snýst um samkeppnishæfni og fríverslun í heimi sem breytist hratt. Þannig tryggjum við velferð og atvinnu. Auðvitað er velgengni Svíþjóðar ekki einungis ESB að þakka, sagði Bildt. En án aðildar hefði brekkan verið brattari, urðin grýttari. Á fundi í troðfullu Norræna húsinu með Sjálfstæðum Evrópumönnum færði hann sterk rök fyrir því hversu vel evran hentaði Svíum. Sænsk fyrirtæki vilja stöðugleika en ekki gengissveiflur. Skammtímafjármagn sem flætt hefur til Svíþjóðar er skammgóður vermir og getur aukið óstöðugleika með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Ísland þekkir það,“ bætti Bildt við, og ekki laust við að örlaði á svörtum húmor. Bildt lýsti hvernig vandræði vissra evruríkja væri agaleysi þeirra sjálfra að kenna, en ekki evrunni. Í öðru lagi rifjaði Bildt upp að í aðildarviðræðum Svía hefði stuðningur við aðild minnkað umtalsvert (fór niður í 26% ef mér ekki skjöplast). Það var fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var fókusinn á ágreiningsmálunum. Þegar aðildarsamningur lá fyrir lögðu Svíar hins vegar blákalt hagsmunamat á kosti og galla aðildar – og niðurstaðan var meirihluti með aðild. Bildt hefur síðastliðin sjö ár setið sem utanríkisráðherra í ráðherraráði ESB og sagði Svíþjóð á þeim tíma aldrei hafa orðið undir í ákvörðunum. „Við tölum okkur niður á sameiginlega niðurstöðu. Þannig virkar Evrópusamvinnan.“ Um 73% Svía skilgreina sig nú sem Evrópubúa. Aðeins gamli kommúnistaflokkurinn og nýi hægri öfgaflokkurinn eru æstir á móti Evrópu. Ég er ekki frá því að Carl Bildt sé minn uppáhalds hægri maður – af þeim fjölmörgu sem koma til greina!
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun