
Að fórna vatni
Nú eru fleiri mál á dagskrá
Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi:
1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni.
2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar.
3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt.
4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum?
5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.
Borgaraleg óhlýðni
Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar