Gætu þurft að semja óviljugir um ESB Þorgils Jónsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Margt þykir benda til þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi saman stjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira