Kristrún hefur gegnt embættinu frá því að hún var kjörin formaður á landsfundi flokksins í október 2022. Frestur til framboðs rann út á miðnætti 4. apríl.
„Ljóst er að Kristrún gengur til endurkjörs með öflugt umboð að baki – sem bæði formaður og forsætisráðherra,“ segir í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar.
Landsfundur samfylkingarinnar fer fram 11. og 12. apríl í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi.