Plastið er hagkvæmur kostur 6. maí 2013 06:00 RAUVISIO-akrýlsteinn er endingargóður. Þá eru hönnunarmöguleikarnir endalausir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Fanntófell ehf. var stofnað í Reykholti í Borgarfirði árið 1987, fyrir 26 árum. Þá fór framleiðslan fram í 180 fermetra húsnæði. Fljótlega óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og stækkaði við sig en í dag fer starfsemi Fanntófell fram í þúsund fermetra húsnæði á Bíldshöfða 12. „Við framleiðum borðplötur og sólbekki fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt annarri sérsmíði,“ segir Sigurður Bragi Sigurðsson, eigandi og einn stofnenda Fanntófells, um starfsemi fyrirtækisins. Nokkrar mismunandi efnisgerðir eru notaðar við framleiðsluna.Hagkvæmt harðplast „Við framleiðum borðplötur úr hágæða harðplasti frá Arpa, en Arpa er ítalskt fyrirtæki sem hefur þróað og framleitt hágæða harðplastplötur (HPL) frá árinu 1954 og er í dag annar mesti framleiðandi slíks efnis í Evrópu,“ upplýsir Sigurður. Hann bætir við að Arpa sé að auki mjög lifandi fyrirtæki í hönnun og bjóði upp á ótal margar útfærslur og liti. Fanntófell hefur sérhæft sig í að framleiða borðplötur úr harðplasti með heilrúnuðum köntum. „Þess má geta að Fanntófell er eini aðilinn á Íslandi sem framleiðir heilrúnaða kanta,“ segir Sigurður, en kosti slíkra kanta segir hann vera að þeir dragi síður til sín raka og óhreinindi. Sigurður segir plastið mjög vinsælan og hagkvæman kost í borðplötur. „Helstu kostir þess eru að það er slitsterkt og hefur mikið hitaþol. Þá dregur það ekki í sig lit og upplitast ekki.“ Einnig er í boði frá Arpa gegnheilt plast í ýmsum þykktum sem Fanntófell vinnur úr klósettskilrúm, borðplötur og ýmislegt fleira.Akrýlsteinn frá Rehau „Við framleiðum einnig borðplötur úr akrýlsteini frá Rehau,“ segir Sigurður, en Rehau er stórt og virt þýskt fyrirtæki og yfir sextíu ára gamalt. „Rehau er einn helsti fjölliðaframleiðandi heims og býður upp á ýmiss konar vörur fyrir byggingar-, bíla- og flugvélaiðnaðinn,“ upplýsir Sigurður. Akrýlsteinninn frá Rehau sem Fanntófell smíðar úr kallast RAUVISIO. Það er gegnheilt steinefni úr náttúrulegu steinefni og akrýl-trjákvoða auk litarefna. „Það er slitsterkt og hitaþolið, dregur ekki í sig lit og upplitast ekki, þolir sýru og basískar lausnir en rispur og skemmdir má auðveldlega fægja af,“ segir Sigurður. Hann bendir einnig á að akrýlsteinninn hafi mikla endingu og að hönnunarmöguleikar hans séu nánast óþrjótandi. „Við bjóðum upp á marga liti og mismunandi borðplötuþykkt. Þá eru vaskar einnig fáanlegir í sama efni og í mörgum gerðum. Þeir eru undirlímdir og mynda því eina heild með borðplötunni,“ segir Sigurður og bendir á að við vinnslu RAUVISIO-steinefnisins verði samskeyti nánast ósýnileg. „Að sjálfsögðu má sameina RAUVISIO-steinefnið öðrum efnum eins og tré, náttúrusteini og gleri,“ segir Sigurður og bendir á að RAUVISIO sé tilvalið í eldhús og baðherbergi, skrifstofur og almenningssvæðum, almenna þjónustu, veisluþjónustu og hótel, á rannsóknarstofum og heilbrigðisþjónustu.Hlýlegt límtré Fanntófell framleiðir einnig úr límtré sem Sigurður segir að geti verið bæði stílhreint, lifandi og hlýlegt. „Olíuborið límtré er góður kostur í vinnuborði eldhús. Olían er vatnsfráhrindandi og ver yfirborðið vel. Það tryggir að límtréð þorni og svigni ekki,“ segir Sigurður en tíð notkun olíu gerir það að verkum að límtréð endist í mörg ár. Hann segir olíuborið límtré mun ákjósanlegra en lakkað. Erfitt sé að gera við rispur í slíkum plötum en olíuborið límtré sé lítið mál að slípa upp. Nánari upplýsingar um starfsemi Fanntófells má finna á fanntofell.is.Fanntófell framleiðir borðplötur og sólbekki fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt annarri sérsmíði. Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Fanntófell ehf. var stofnað í Reykholti í Borgarfirði árið 1987, fyrir 26 árum. Þá fór framleiðslan fram í 180 fermetra húsnæði. Fljótlega óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og stækkaði við sig en í dag fer starfsemi Fanntófell fram í þúsund fermetra húsnæði á Bíldshöfða 12. „Við framleiðum borðplötur og sólbekki fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt annarri sérsmíði,“ segir Sigurður Bragi Sigurðsson, eigandi og einn stofnenda Fanntófells, um starfsemi fyrirtækisins. Nokkrar mismunandi efnisgerðir eru notaðar við framleiðsluna.Hagkvæmt harðplast „Við framleiðum borðplötur úr hágæða harðplasti frá Arpa, en Arpa er ítalskt fyrirtæki sem hefur þróað og framleitt hágæða harðplastplötur (HPL) frá árinu 1954 og er í dag annar mesti framleiðandi slíks efnis í Evrópu,“ upplýsir Sigurður. Hann bætir við að Arpa sé að auki mjög lifandi fyrirtæki í hönnun og bjóði upp á ótal margar útfærslur og liti. Fanntófell hefur sérhæft sig í að framleiða borðplötur úr harðplasti með heilrúnuðum köntum. „Þess má geta að Fanntófell er eini aðilinn á Íslandi sem framleiðir heilrúnaða kanta,“ segir Sigurður, en kosti slíkra kanta segir hann vera að þeir dragi síður til sín raka og óhreinindi. Sigurður segir plastið mjög vinsælan og hagkvæman kost í borðplötur. „Helstu kostir þess eru að það er slitsterkt og hefur mikið hitaþol. Þá dregur það ekki í sig lit og upplitast ekki.“ Einnig er í boði frá Arpa gegnheilt plast í ýmsum þykktum sem Fanntófell vinnur úr klósettskilrúm, borðplötur og ýmislegt fleira.Akrýlsteinn frá Rehau „Við framleiðum einnig borðplötur úr akrýlsteini frá Rehau,“ segir Sigurður, en Rehau er stórt og virt þýskt fyrirtæki og yfir sextíu ára gamalt. „Rehau er einn helsti fjölliðaframleiðandi heims og býður upp á ýmiss konar vörur fyrir byggingar-, bíla- og flugvélaiðnaðinn,“ upplýsir Sigurður. Akrýlsteinninn frá Rehau sem Fanntófell smíðar úr kallast RAUVISIO. Það er gegnheilt steinefni úr náttúrulegu steinefni og akrýl-trjákvoða auk litarefna. „Það er slitsterkt og hitaþolið, dregur ekki í sig lit og upplitast ekki, þolir sýru og basískar lausnir en rispur og skemmdir má auðveldlega fægja af,“ segir Sigurður. Hann bendir einnig á að akrýlsteinninn hafi mikla endingu og að hönnunarmöguleikar hans séu nánast óþrjótandi. „Við bjóðum upp á marga liti og mismunandi borðplötuþykkt. Þá eru vaskar einnig fáanlegir í sama efni og í mörgum gerðum. Þeir eru undirlímdir og mynda því eina heild með borðplötunni,“ segir Sigurður og bendir á að við vinnslu RAUVISIO-steinefnisins verði samskeyti nánast ósýnileg. „Að sjálfsögðu má sameina RAUVISIO-steinefnið öðrum efnum eins og tré, náttúrusteini og gleri,“ segir Sigurður og bendir á að RAUVISIO sé tilvalið í eldhús og baðherbergi, skrifstofur og almenningssvæðum, almenna þjónustu, veisluþjónustu og hótel, á rannsóknarstofum og heilbrigðisþjónustu.Hlýlegt límtré Fanntófell framleiðir einnig úr límtré sem Sigurður segir að geti verið bæði stílhreint, lifandi og hlýlegt. „Olíuborið límtré er góður kostur í vinnuborði eldhús. Olían er vatnsfráhrindandi og ver yfirborðið vel. Það tryggir að límtréð þorni og svigni ekki,“ segir Sigurður en tíð notkun olíu gerir það að verkum að límtréð endist í mörg ár. Hann segir olíuborið límtré mun ákjósanlegra en lakkað. Erfitt sé að gera við rispur í slíkum plötum en olíuborið límtré sé lítið mál að slípa upp. Nánari upplýsingar um starfsemi Fanntófells má finna á fanntofell.is.Fanntófell framleiðir borðplötur og sólbekki fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt annarri sérsmíði.
Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira