Framsækið fyrirtæki í örum vexti 7. maí 2013 12:00 Gott í kroppinn framleiðir meðal annars humarsúpu, grænmetis- og kjötlasanja, heitar og kaldar sósur, pitsubotna og margt fleira. Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Fyrirtækið Gott í kroppinn ehf. framleiðir alls kyns matvæli úr gæðahráefni. Það er rekið af Heiðrúnu Sigurðardóttur og Sverri Kristjánssyni í stóru iðnaðareldhúsi að Ásbrú í Reykjanesbæ sem hentar starfseminni mjög vel. Sverrir hefur áratuga reynslu af framleiðslu matvæla ásamt því að hafa starfað sem kokkur á veitingahúsum. „Reksturinn hefur gengið vonum framar og skapað rúmlega fjögur störf nú þegar,“ segir hann. „Síðla árs 2011 hófum við framleiðslu á nokkrum gerðum af matarbökum (quiche) og humarsúpugrunni. Þá hófum við innflutning á kryddi fyrir stóreldhús sem leiddi síðar til þess að við fórum að framleiða krydd til smásölu í verslunum. Síðan hefur hver varan á fætur annarri orðið til,“ segir Sverrir. Strax í byrjun náðu Sverrir og Heiðrún samkomulagi við Danco ehf. um sölu og dreifingu til veitingahúsa og mötuneyta. Síðar kom Ekran ehf. einnig inn í sölu til stóreldhúsa. „Þá erum við í góðu samstarfi við Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðina varðandi þróun, markaðssetningu og sölu á nýjum vörum en margar verslanir og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni bjóða upp á vörur frá okkur.“ Markmið fyrirtækisins Gott í kroppinn hefur frá upphafi verið að framleiða vörur gerðar úr gæðahráefni og er hollusta höfð að leiðarljósi þar sem því er viðkomið. „Viðtökur sýna að það hefur tekist vel og fyrirtækið hefur vaxið frá upphafi. Við erum óhrædd við að fylgja óskum kaupenda um breytingar og viðbætur á vöruflokkum eftir því hver eftirspurnin á markaðnum er hverju sinni. Það nýjasta hjá okkur er framleiðsla á grillsósum og kryddmarineringum fyrir sumarið,“ segir Sverrir. Gott í kroppinn framleiðir meðal annars humarsúpu/sjávarréttasúpu, grænmetis- og kjötlasanja, heitar og kaldar sósur, pitsubotna og margt fleira, auk þess sem fyrirtækið sérframleiðir vörur fyrir nokkur fyrirtæki. „Við framleiðum einnig franska súkkulaðitertu, eplatertu og hráfæðistertu undir vörumerkinu Matstofan. Toppurinn hjá okkur er svo köldu sósurnar tzaziki, skyr bearnaise og karrý/mangó skyrsósa sem eru allar skráargatsmerktar hágæða hollustuvörur sem hafa náð gríðarlegum vinsældum.“ Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fyrirtækið Gott í kroppinn ehf. framleiðir alls kyns matvæli úr gæðahráefni. Það er rekið af Heiðrúnu Sigurðardóttur og Sverri Kristjánssyni í stóru iðnaðareldhúsi að Ásbrú í Reykjanesbæ sem hentar starfseminni mjög vel. Sverrir hefur áratuga reynslu af framleiðslu matvæla ásamt því að hafa starfað sem kokkur á veitingahúsum. „Reksturinn hefur gengið vonum framar og skapað rúmlega fjögur störf nú þegar,“ segir hann. „Síðla árs 2011 hófum við framleiðslu á nokkrum gerðum af matarbökum (quiche) og humarsúpugrunni. Þá hófum við innflutning á kryddi fyrir stóreldhús sem leiddi síðar til þess að við fórum að framleiða krydd til smásölu í verslunum. Síðan hefur hver varan á fætur annarri orðið til,“ segir Sverrir. Strax í byrjun náðu Sverrir og Heiðrún samkomulagi við Danco ehf. um sölu og dreifingu til veitingahúsa og mötuneyta. Síðar kom Ekran ehf. einnig inn í sölu til stóreldhúsa. „Þá erum við í góðu samstarfi við Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðina varðandi þróun, markaðssetningu og sölu á nýjum vörum en margar verslanir og veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni bjóða upp á vörur frá okkur.“ Markmið fyrirtækisins Gott í kroppinn hefur frá upphafi verið að framleiða vörur gerðar úr gæðahráefni og er hollusta höfð að leiðarljósi þar sem því er viðkomið. „Viðtökur sýna að það hefur tekist vel og fyrirtækið hefur vaxið frá upphafi. Við erum óhrædd við að fylgja óskum kaupenda um breytingar og viðbætur á vöruflokkum eftir því hver eftirspurnin á markaðnum er hverju sinni. Það nýjasta hjá okkur er framleiðsla á grillsósum og kryddmarineringum fyrir sumarið,“ segir Sverrir. Gott í kroppinn framleiðir meðal annars humarsúpu/sjávarréttasúpu, grænmetis- og kjötlasanja, heitar og kaldar sósur, pitsubotna og margt fleira, auk þess sem fyrirtækið sérframleiðir vörur fyrir nokkur fyrirtæki. „Við framleiðum einnig franska súkkulaðitertu, eplatertu og hráfæðistertu undir vörumerkinu Matstofan. Toppurinn hjá okkur er svo köldu sósurnar tzaziki, skyr bearnaise og karrý/mangó skyrsósa sem eru allar skráargatsmerktar hágæða hollustuvörur sem hafa náð gríðarlegum vinsældum.“
Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira