Á tímamótum Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2013 08:51 Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti er öryggi Íslands háð því að stjórnvöld standi vörð um þau markaðs- og efnahagstengsl sem tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. Við erum háðari útflutningi en nágrannaþjóðirnar sem eru markaðslönd okkar. Um 87% alls útflutningsins mæta eftirspurn hátekjumarkaða EES-landa og Bandaríkjanna. Í vestræna heimshlutanum eigum við sameiginleg grunngildi frjálsra þjóðfélaga en hluti athafnafrelsis er frjáls viðskipti. Nú er fram undan mótun fríverslunarsvæðis Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með Atlantshafssáttmálanum um viðskipti og fjárfestingar (The Transatlantic Trade and Investment Pact–TTIP). Á því svæði er helmingur heimsframleiðslunnar og þriðjungur allra utanríkisviðskipta. Þátttaka í þessu samstarfi er höfuðnauðsyn fyrir Ísland. Auk arðbærari viðskipta skiptir þetta miklu varðandi fjárfestingar þegar rofa tekur til varðandi skuldastöðuna og afnám greiðsluhafta. Þá þegar njóta Íslendingar sem umsækjendur aðildar að ESB þeirrar velvildar framkvæmdastjórnar þess að geta fylgst náið með þessum samningum. Takist samningar og ef við ætlum okkur ekki að verða utangarðs í þessu mikla átaki vestrænnar samvinnu, bíður ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fyrir liggur ítarleg skýrsla um umsókn Íslands um aðild að ESB. Kjarni málsins er að EES-samningurinn hefur runnið sitt skeið og aðildarsamningarnir eru svo langt komnir að eftir eru aðallega landbúnaður og sjávarútvegur. Þá felur aðild í sér upptöku evru og við þurfum sterkari gjaldmiðil. Sú er staðan þegar nýr utanríkisráðherra rýnir fram á við í Evrópumálum, væntanlega í samráði við vinaþjóðir. Þingumfjöllunar verður beðið með eftirvæntingu. Vonandi verður farið að óskum fjölmargra, þeirra á meðal SA og ASÍ, að samningum verði lokið og þjóðaratkvæði ráði varðandi niðurstöður. Höfundur þessara lína hafði Evrópusamvinnuna lengi að starfi sem embættismaður. Hér er tilefni til að rifja það upp, að fljótt gleymdust deilumálin og almenn sátt varð um þau.Hörð barátta Hörð pólitísk barátta var um aðildina að EFTA sem Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks kom í höfn undir forystu þess mæta manns Gylfa Þ. Gíslasonar. Einn andstæðinga aðildarinnar var Lúðvík Jósepsson, sem tók við sem viðskiptaráðherra af Gylfa 1971. Aðalframkvæmdastjóri þessa gamla EFTA, Sir John Coulson, hafði orðað nokkrar áhyggjur af því við mig sem sendiherra að erfiðlega gæti gengið með þennan nýja liðsmann. Strax kom í ljós að ekki var Ísland síðri samstarfsaðili í ráðherratíð Lúðvíks. Ég minnist mjög góðs samstarfs við hann og Ólaf Jóhannesson, sem kom síðar og hafði setið hjá í afgreiðslu Alþingis um EFTA-aðildina. Þegar EES-samningarnir fóru af stað voru Sjálfstæðismenn andvígir í því máli í stjórnarandstöðu. Með Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar 1991 var blaðinu snúið við og utanríkisráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hafði byrjað samningana, fékk nú Sjálfstæðisflokkinn til liðs um að ljúka því máli. Eins og verið hafði um EFTA, varð mikil orrahríð um EES-samninginn. Um þau mikilvægu skref, bæði EFTA og EES, hefur síðan verið sátt í þjóðfélaginu. Leiðtogarnir Sigmundur Davíð og Bjarni boða breitt samstarf um mál sem leiða þarf til lykta. Það á ekki hvað síst við um tímamótaákvörðun um aðild að ESB og Atlantshafsbandalagi fríverslunar. Þeirra er nú hið sögulega tækifæri að leiða þau mál til lykta, þjóðinni til góðs og þeim til frama. Í grein okkar Thomas R. Pickering, fyrrv. varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, í mars sl. sem birtist í Fréttablaðinu, New York Times og International Herald Tribune var hvatt til að endurvekja samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Bent var á vaxandi áhuga Kína vegna strategískrar lykilstöðu landsins. Kínverjar bjóða Íslendingum fyrstum Evrópuþjóða fríverslunarsamning, skref til frekari tengsla. En það er ekki þörf á kínverskum fjárfestingum í landakaupum, mannvirkjagerð eða stóriðju á Íslandi eins og þeir stunda á sína vísu í Afríku. Það sætir stundum furðu annarra hve margvísleg útflutningsstarfsemi er hjá okkar fámennu þjóð. Frekari þróun verður með nánari tengslum í samningum sem nú gefast. Tíminn bíður ekki.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun