Kínversk borg byggð í Hvíta-Rússlandi Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. júní 2013 06:00 Alexander Lukashenko, forseti Hvíta Rússlands, hefur leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu. Myndin er frá heimsókn hans til Kína árið 2008 en með honum er Hu Jintao, þáverandi forseti Kína.NordicPhotos/AFP Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti. Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kínversk ríkisfyrirtæki munu á næstunni hefja uppbyggingu á borg í skóglendi nærri Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er að nota borgina sem stökkpall fyrir kínverska framleiðendur sem vilja hasla sér völl í Evrópu. „Þetta er algjörlega einstakt verkefni,“ sagði Gong Jianwie, sendiherra Kína í Hvíta-Rússlandi við fréttastofu Bloomberg. „Iðnaðarsvæðið í borginni mun ekki eiga sinn líka í Evrópu.“ Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands frá 1994, hefur samþykkt áformin og hefur svæði á stærð við eina og hálfa Manhattan-eyju verið eyrnamerkt framkvæmdunum. Stendur til að byggja þar stórt iðnaðarsvæði og húsnæði fyrir 155 þúsund manns. Er áætlað að framkvæmdirnar kosti jafngildi 610 milljarða króna og lýkur ekki fyrr en árið 2030. Í Hvíta-Rússlandi búa 9,5 milljónir manns en það er í hópi fátækustu ríkja Evrópu. Þá hefur landið glímt við efnahagserfiðleika síðustu ár og þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hefur stjórn Lukashenkos því ákaft leitað eftir kínversku fjármagni til þess að koma hagkerfinu aftur af stað. Þá hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi leitað eftir nánara samstarfi við ríki utan Evrópu eftir að Evrópusambandið (ESB) herti refsiaðgerðir gegn landinu árið 2010. Reyndi ESB þannig að bregðast við fangelsun pólitískra andstæðinga Lukashenkos. Kallaði Guido Westerwelle, samkynhneigður utanríkisráðherra Þýskalands, Lukahsenko þá síðasta einræðisherra Evrópu en Lukashenko svaraði á þá leið að hann vildi frekar vera einræðisherra en samkynhneigður. Á iðnaðarsvæðinu munu kínversk fyrirtæki geta komið sér fyrir í aðeins 275 kílómetra fjarlægð frá landamærum ESB-ríkja. Þá munu þau hafa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Rússlands og Kasakstans. Borgin er markaðssett undir nafninu „Hin nútímalega borg Evrasíu.“ Hún verður byggð við hraðbraut sem tengir saman Moskvu og Berlín en fer í gegnum Hvíta-Rússland og Pólland. Þá verður byggð hraðlest milli alþjóðaflugvallarins í Minsk og borgarinnar. Kínversk stjórnvöld fjármagna uppbygginguna á hagstæðum kjörum en samkvæmt samkomulagi skal helmingur kostnaðar hið minnsta koma til vegna kaupa á kínverskum aðföngum. Þá munu þau kínversku fyrirtæki sem koma sér upp starfsstöð í borginni fá ríflega skattaafslætti.
Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira