Sama fólkið, annar vasi Ólafur Stephensen skrifar 1. júlí 2013 12:00 Fréttablaðið sagði frá því á föstudaginn að ríkisstjórnin hygðist ekki efna loforð fyrrverandi stjórnar við lánsveðshópinn svokallaða, sem á yfirveðsettar eignir og hefur tekið lán hjá lífeyrissjóðum með veði í eign annars fólks. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á það í samtali við blaðið að vinstristjórnin hefði gleymt að fjármagna loforðið; engar fjárheimildir væru til fyrir þeim þremur milljörðum sem talið er kosta að færa skuldir þessa hóps að 110% af verði fasteignarinnar. Það er fullkomlega málefnaleg ástæða fyrir því að efna ekki loforðið; stjórnmálamenn eiga ekki að lofa rétt fyrir kosningar að gera eitthvað sem ekki eru til peningar fyrir. Það var þess vegna óforskammað af Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, að gagnrýna það á Alþingi daginn sem fréttin birtist að ný ríkisstjórn hygðist ekki hrinda yfirlýsingu þeirrar gömlu í framkvæmd. Sá sem hefur verið fjármálaráðherra á að vita að innistæðulaus kosningaloforð eru einskis virði. Hins vegar komu viðbrögð forystumanna stjórnarinnar líka á óvart. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndu samkomulag fyrri stjórnar á þeim forsendum að lífeyrissjóðirnir hefðu farið allt of vel út úr því, á kostnað skattgreiðenda. Forsætisráðherrann sagði að það væri „óásættanlegt“ að lífeyrissjóðirnir bæru aðeins tólf prósent kostnaðar við aðgerðina. Ríkið hefði gefið of mikið eftir í viðræðum við lífeyrissjóðina og þeir þyrftu að koma að fjármögnun málsins með „eðlilegri hætti“. Undir þetta tók Bjarni Benediktsson og sagði að kostnaður lífeyrissjóðanna samkvæmt samkomulaginu væri ekki nema það sem þeir hefðu hvort sem er setið uppi með vegna tapaðra lána. Síðasta kjörtímabil einkenndist af ósanngjörnum kröfum stjórnvalda á hendur lífeyrissjóðunum og raunar beinum hótunum í þeirra garð fyrir að „gera ekki sitt“ til að taka þátt í að leysa skuldavanda. Þessar kröfur og hótanir lýstu fullkomnu skilningsleysi þáverandi stjórnarmeirihluta á eðli og hlutverki sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru sameign landsmanna. Hver einasti launamaður á þar réttindi, sem eiga að tryggja afkomu hans í ellinni eða ef slys eða veikindi ber að höndum. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekkert leyfi til að afskrifa skuldir sem horfur eru á að hægt sé að innheimta. Í lögum um sjóðina er sérstaklega tekið fram að þeim sé ekki heimilt að inna nein önnur framlög af hendi en lífeyri. Féð í sjóðunum er sömuleiðis eign sjóðfélaganna og sem slíkt verndað af eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeim er ekki heimilt að gefa þessar eignir eftir, eins og Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu á laugardag. Það er áhyggjuefni ef nýja stjórnin er haldin sama skilningsleysi og sú gamla. Það er nákvæmlega ekkert unnið með því að færa kostnað af skattgreiðendum yfir á sjóðfélaga í lífeyrissjóðum, því að þetta er sama fólkið, bara seilzt í annan vasa. Merkilegast er þó að forsætisráðherrann hafi ekki fundið neina vonda útlendinga til að borga þennan reikning. Getur verið að skuldaniðurfærsla muni í alvörunni koma niður á skattgreiðendum og sjóðfélögum lífeyrissjóðanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því á föstudaginn að ríkisstjórnin hygðist ekki efna loforð fyrrverandi stjórnar við lánsveðshópinn svokallaða, sem á yfirveðsettar eignir og hefur tekið lán hjá lífeyrissjóðum með veði í eign annars fólks. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á það í samtali við blaðið að vinstristjórnin hefði gleymt að fjármagna loforðið; engar fjárheimildir væru til fyrir þeim þremur milljörðum sem talið er kosta að færa skuldir þessa hóps að 110% af verði fasteignarinnar. Það er fullkomlega málefnaleg ástæða fyrir því að efna ekki loforðið; stjórnmálamenn eiga ekki að lofa rétt fyrir kosningar að gera eitthvað sem ekki eru til peningar fyrir. Það var þess vegna óforskammað af Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, að gagnrýna það á Alþingi daginn sem fréttin birtist að ný ríkisstjórn hygðist ekki hrinda yfirlýsingu þeirrar gömlu í framkvæmd. Sá sem hefur verið fjármálaráðherra á að vita að innistæðulaus kosningaloforð eru einskis virði. Hins vegar komu viðbrögð forystumanna stjórnarinnar líka á óvart. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndu samkomulag fyrri stjórnar á þeim forsendum að lífeyrissjóðirnir hefðu farið allt of vel út úr því, á kostnað skattgreiðenda. Forsætisráðherrann sagði að það væri „óásættanlegt“ að lífeyrissjóðirnir bæru aðeins tólf prósent kostnaðar við aðgerðina. Ríkið hefði gefið of mikið eftir í viðræðum við lífeyrissjóðina og þeir þyrftu að koma að fjármögnun málsins með „eðlilegri hætti“. Undir þetta tók Bjarni Benediktsson og sagði að kostnaður lífeyrissjóðanna samkvæmt samkomulaginu væri ekki nema það sem þeir hefðu hvort sem er setið uppi með vegna tapaðra lána. Síðasta kjörtímabil einkenndist af ósanngjörnum kröfum stjórnvalda á hendur lífeyrissjóðunum og raunar beinum hótunum í þeirra garð fyrir að „gera ekki sitt“ til að taka þátt í að leysa skuldavanda. Þessar kröfur og hótanir lýstu fullkomnu skilningsleysi þáverandi stjórnarmeirihluta á eðli og hlutverki sjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru sameign landsmanna. Hver einasti launamaður á þar réttindi, sem eiga að tryggja afkomu hans í ellinni eða ef slys eða veikindi ber að höndum. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekkert leyfi til að afskrifa skuldir sem horfur eru á að hægt sé að innheimta. Í lögum um sjóðina er sérstaklega tekið fram að þeim sé ekki heimilt að inna nein önnur framlög af hendi en lífeyri. Féð í sjóðunum er sömuleiðis eign sjóðfélaganna og sem slíkt verndað af eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Þeim er ekki heimilt að gefa þessar eignir eftir, eins og Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, sagði í Fréttablaðinu á laugardag. Það er áhyggjuefni ef nýja stjórnin er haldin sama skilningsleysi og sú gamla. Það er nákvæmlega ekkert unnið með því að færa kostnað af skattgreiðendum yfir á sjóðfélaga í lífeyrissjóðum, því að þetta er sama fólkið, bara seilzt í annan vasa. Merkilegast er þó að forsætisráðherrann hafi ekki fundið neina vonda útlendinga til að borga þennan reikning. Getur verið að skuldaniðurfærsla muni í alvörunni koma niður á skattgreiðendum og sjóðfélögum lífeyrissjóðanna?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun