Fyrirsætan Cara Delevingne fékk sér nýtt húðflúr þegar hún var viðstödd tískuvikuna í New York fyrir stuttu.
Delevingne fór ásamt vinkonu sinni á eina frægustu tattústofu í New York, Bang Bang Tattos og lét húðflúrmeistarann Keith McCurdy flúra á sig nafn móður sinnar, Pandora, á vinstri upphandlegginn.
Mcurdy hefur flúrað stjörnur á borð við Chris Brown, Katy Perry og Justin Bieber.
Delevingne er því komin með fimm húðflúr en hún lét flúra, Made In England, á il hægri fótar fyrir ekki svo löngu.

