Arctic Circle og tækifærin í endurnýjanlegri orku Halla Hrund Logadóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi fór fram ráðstefna um málefni norðurslóða í Reykjavík undir heitinu Arctic Circle. Ráðstefnan var eins konar samskiptatorg um norðurslóðamál í víðu samhengi þar sem saman komu um 1.000 manns af vettvangi stjórnmála, frá félagasamtökum, háskólum og fyrirtækjum frá yfir 40 þjóðlöndum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar og voru þátttakendur hvaðanæva sammála um að hún hefði verið mjög gagnlegur og þarfur vettvangur um þessi málefni. Rauði þráðurinn í upphafsstefi Arctic Circle var mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingunum. Hröð hlýnun jarðar hefur sífellt meiri áhrif á lífríki, ekki bara á norðurslóðum heldur alls staðar í heiminum. Lögmaður Færeyja nefndi til dæmis áhrif hlýnunar á fiskistofna og fulltrúar frá ríkjum Asíu fjölluðu um afleiðingarnar fyrir Himalaja-svæðið. Einna áhrifamest var þó innlegg fulltrúa Singapúr sem útskýrði að hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar íss um einungis 1,2 metra þýddi að bróðurpartur landsins færi undir sjávarmál. Þessi áhrif aukins magns gróðurhúsaloftegunda í andrúmsloftinu skýrir meðal annars hvers vegna ríki alls staðar í heiminum, svo sem Singapúr, taka þátt í umræðunni um áhrif bráðnunar íss á norðurslóðum og leggja sífellt meiri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Hvatning fyrir aðrar þjóðir Ísland hefur á síðustu áratugum aflað sér mikillar reynslu og þekkingar í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Þekking Íslendinga nær ekki bara til notkunar tækninnar á þessu sviði heldur er Ísland dæmi um hvernig heil þjóð getur breytt áherslum sínum frá kolum og olíu yfir í endurnýjanlegri orkugjafa á tiltölulega skömmum tíma. Á meðan Íslendingar eru lánsamir hvað varðar aðgengi að slíkri orku er umbreyting okkar engu að síður mikilvægt dæmi og hvatning fyrir aðrar þjóðir að læra af. Augljóst er að eftirspurn er eftir þekkingu á þessu sviði, enda skiptir hún máli fyrir loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Nýlegur risasamningur Reykjavik Geothermal um uppbyggingu jarðvarmavirkjana í Eþíópíu og fjöldi erlendra nemenda sem sækja nám við Iceland School of Energy við HR til að læra um orkumál eru dæmi um hvernig Ísland er að leggja þessari baráttu lið með beinum hætti. Vinnum saman og leggjum enn meiri áherslu á að flytja þekkingu Íslendinga út á þessu sviði í gegnum menntun, ráðgjöf og verkefni – Singapúr, Íslandi og heiminum öllum til góða.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun