Sónar verði ein sú besta í Evrópu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 09:00 Hátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í annað sinn í febrúar á næsta ári. Fréttablaðið/Stefán Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna. Sónar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna.
Sónar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira