Beint lýðræði og borgarstjóri Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun