Ekki gefa mér peninga! Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun