

Áríðandi skilaboð til ferðamanna!
Á hinni hlið póstkortsins er eftirfarandi texti:
Ágæti ferðamaður,
Víða geta ferðamenn átt von á að vera boðið kynlíf með
barni. Jafnvel þótt barnið hafi frumkvæði að samskiptunum
eða samþykki þátttöku er ávallt um kynferðisofbeldi gegn
barninu að ræða.
Öll heimsins börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,
svo sem þátttöku í hvers konar kynferðislegum athöfnum,
vændi eða klámi. Börn eru einstaklingar undir 18 ára aldri.
Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir sem verða uppvísir
af kynferðislegu samneyti við barn í öðru landi, verið
dæmdir fyrir það á Íslandi, þótt slíkt sé ekki ólöglegt í
landinu þar sem brotið er framið.
Tilkynntu til ferðaskrifstofunnar, fararstjóra eða lögreglu ef
þú hefur grun um að barn sé beitt kynferðisofbeldi. Þannig
leggur þú þitt af mörkum til að vernda barnið gegn ofbeldinu
og koma því til hjálpar.
Með dreifingu póstkortsins vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli ferðamanna á því að vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna, leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi á hverju ári og eru þau gjarnan fórnarlömb mansals.
Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum. Þeir ferðamenn sem borga börnum fyrir kynlíf, þ.e. fyrir að fá að beita þau ofbeldi, eru að nýta sér neyð barnanna. Flestir ferðamannanna eru frá Evrópu og Bandaríkjunum og ferðast gjarnan til landa þar sem börn búa við fátækt og erfiðar aðstæður.
Mikilvægt er að ferðamenn átti sig á því að einstaklingar teljast börn til 18 ára aldurs. Barnaheill hvetja því ferðamenn að líta ekki undan ef þeir sjá einhvers konar kynferðisleg samskipti fullorðins einstaklings við barn, heldur tilkynna það til ferðaskrifstofunnar, fararstjóra eða lögreglu.
Einnig er hægt að tilkynna í gegn um ábendingalínu
Barnaheilla - Save the Children á Íslandi
https://www.barnaheill.is/TilkynnaologlegtefniReportillegalcontent/.
Heilsugæslustöðvar og aðrir aðilar geta pantað póstkortin með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 5535900.
Verum ábyrgir ferðamenn og líðum ekki að börn séu beitt ofbeldi af hálfu ferðamanna.
Skoðun

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar