Jólin mín, jólin þín og áramótin Teitur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd einn skemmtilegasti tími ársins að mér finnst. Ekki spillir fyrir að það er jólalegt úti, kalt og hvítt. Það er einhvern veginn svo miklu hátíðlegra þegar snjórinn og jólaljósin lýsa upp myrkrið í sameiningu, það myndast ákveðin stemmning. Ys og þys um allan bæ, fólk að kaupa gjafir, hittast á förnum vegi og spjalla. Suma sér maður bara einu sinni á ári á jólarúntinum svokallaða, það fer drjúgur tími í það að heyra hvað hefur á dagana drifið síðan síðast. Ákveðnir hlutir eru ómissandi í jólaundirbúningnum og á aðventunni, að baka smákökurnar og laufabrauðið, skreyta híbýli sín og svo auðvitað jólatréð. Það fylgir því auðvitað mikil tilhlökkun að fá kærkomið frí, tíma til að lesa góða bók, spila spil eða púsla, njóta útivistar og þannig mætti lengi telja. Það gildir að setja tærnar upp í loft, en á sama tíma að halda jafnvægi. Mjög margir eru afar uppteknir af því að missa ekki tökin, þyngjast um of, borða of mikið og svo framvegis. Reynið bara að slaka á, það verður nægur tími til að leiðrétta nokkur aukakíló síðar komi þau á annað borð. Ekki skapa streituástand, maður þyngist af því einu saman. Hófsemi og jafnvægi er rétta lausnin bæði hvað varðar át og hreyfingu um hátíðirnar. Jólunum fylgja hefðir sem helst má ekki breyta, dæmi um það er maturinn, hvar þau eru haldin, hver leikur jólasveininn og deilir út pökkunum og svona mætti lengi telja. Það eru þessir litlu hlutir sem skipta okkur alveg ótrúlega miklu máli og verða að smellpassa svo við séum sátt og okkur líði vel. Sumar hefðir eru nánast meitlaðar í stein eins og skatan á Þorláksmessu eða tónleikarnir með Bubba, hver á sitt og það er gott, fjölbreytnin er það sem telur. Mestu máli skiptir þó samveran með fjölskyldu og vinum, þetta er tími fjölskyldunnar og við sem erum svo heppin að geta verið saman eigum að vera þakklát, því það er alls ekki sjálfgefið. Hátíð ljóss og friðar er fyrir löngu orðin býsna markaðsvædd, henni fylgir ákveðið hömluleysi og finnst sennilega flestum nóg um. Þó eru margir sem lifa samkvæmt orðatiltækinu „sælla er að gefa en þiggja“. Þetta fólk er ekkert sérstaklega að segja frá slíku, en maður heyrir af því og þakkar í huganum fyrir slíkar hetjur sem þurfa ekki að hreykja sér af því sem vel er gert, þær vita að þetta skiptir máli og nægir að það skuli kæta náungann og gleðja hans hjarta. Það skiptir ekki máli umfang eða verðmæti gjafa eða greiða, heldur fyrst og fremst hugurinn og sú vellíðan sem fylgir því að gera öðrum gott. Það er merkilega góð tilfinning! Það liggur í hlutarins eðli að ekki eiga allir sömu möguleika á að njóta jóla, því miður. Þar kemur margt til og of langt mál að telja upp öll þau atriði sem geta haft áhrif hér á, hvort sem þau eru fjárhagslegs eða félagslegs eðlis, vegna veikinda eða vinnu. Eitt er þó víst, að öll ráðum við tilfinningum okkar og getum ákveðið hvernig okkur líður, hvernig við högum okkur og hvernig við horfum á hlutina. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera þakklátur og njóta þess sem maður hefur hverju sinni, gleðjast yfir jólunum og láta sér líða vel og ýta undir vellíðan annarra, það er hinn sanni jólaandi. Í þeim anda og þar sem pistlar mínir ættu næst að bera upp á aðfangadag og gamlársdag þá ætla ég að leyfa mér að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, megir þú njóta vel!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun