Stórleikarinn Bradley Cooper, 38 ára, bauð kærustu sinni, Suki Waterhouse, 22ja ára, á SAG-verðlaunahátíðina sem haldin var í Los Angeles í gær.
Sjarmörinn og breska fyrirsætan hafa verið saman síðan síðasta vor en hafa ekki sést oft opinberlega saman. Bradley bauð henni á frumsýningu myndarinnar American Hustle í New York í desember en Suki var ekki með í för á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir viku. Þau hafa ekki tjáð sig um sambandið í fjölmiðlum.
„Ég tala ekki um kærasta minn því það er leiðinlegt,“ sagði Suki í samtali við Elle UK.
Bauð kærustunni á verðlaunahátíð
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
