Betri innflytjendastefna Ólafur Stephensen skrifar 29. janúar 2014 08:44 Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi. Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun