
Nú mun Noregur mæta á leikana í Sochi í glænýjum eldingamunstruðum fánagöllum, með fleiri nýmóðins keppnisbúninga í ferðatöskunum og er ekki annað hægt að segja en að einhver fatahönnuður þarna úti hefur svo sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu.

Hefð norska krullulandsliðsins fyrir hinu óhefðbundna byrjaði fyrir slysni þegar Christopher Svae, landsliðsmaður í krullu, keypti sér íþróttafatnað á netinu en fékk sent vitlausa pöntun rétt áður en æfingar fyrir Ólympíuleikana voru að hefjast. Hann fékk sendar golfbuxur með rauðu, hvítu og bláu skákmunstri og fannst þær svo ljótar að hann pantaði svoleiðis fyrir liðsfélagana. Þeim fannst öllum buxurnar forljótar en núna fjórum árum seinna, segja þeir að þær hafi bætt frammistöðu þeirra á vellinum til muna.
„En það yrði hrikalegt að tapa í þessu,“ segir Vad Petersson annar landsliðsmaður. „Í svona klæðnaði verður þú að vinna.“