Sannleikurinn: Hjúkrunarfræðingurinn sem flúði úr láglaunastarfi sínu enn ófundinn 21. janúar 2014 20:43 Eyrún er ekki talin hættuleg en hún er ekkert svakalega góð hjúkka heldur. Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í dag og í gær unnið eftir vísbendingum um flótta hjúkrunarfræðings frá Landspítalanum í fyrradag, en án árangurs. Hjúkrunarfræðingurinn heitir Eyrún Jónsdóttir og er að vinna illa launaða vaktavinnu á slysadeild. Eyrún er 171 semtímetri á hæð, grannvaxin, í hvítum sjúskuðum slopp, ljótum grænum buxum og í slitnum strigaskóm. Talið er að Eyrún hafi flúið vegna lágra launa, mikils álags og óánægju með vaktakerfið. Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að alltaf sé möguleiki á stroki. „Það er enginn spítali þannig byggður að það sé algjörlega útilokað að starfsmenn strjúki. En það sem við getum gert, er að auka líkurnar á að það gerist ekki. Lengi vel var engin áhersla á öryggismál í heilbrigðiskerfinu, en það hefur verið að breytast á síðustu árum," segir hann, og vísar meðal annars til hagræðingar sem eru í gangi á deildum og byggingu nýs hátæknisjúkrahúss. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um ferðir hjúkrunarfræðingsins í síma 4-10-80-80.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem er undirmönnuð og fjársvelt. Harmageddon Mest lesið Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Eins og djúsí Big Mac með stórum frönskum Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Anna Tara ekki lengur á lausu Harmageddon
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í dag og í gær unnið eftir vísbendingum um flótta hjúkrunarfræðings frá Landspítalanum í fyrradag, en án árangurs. Hjúkrunarfræðingurinn heitir Eyrún Jónsdóttir og er að vinna illa launaða vaktavinnu á slysadeild. Eyrún er 171 semtímetri á hæð, grannvaxin, í hvítum sjúskuðum slopp, ljótum grænum buxum og í slitnum strigaskóm. Talið er að Eyrún hafi flúið vegna lágra launa, mikils álags og óánægju með vaktakerfið. Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að alltaf sé möguleiki á stroki. „Það er enginn spítali þannig byggður að það sé algjörlega útilokað að starfsmenn strjúki. En það sem við getum gert, er að auka líkurnar á að það gerist ekki. Lengi vel var engin áhersla á öryggismál í heilbrigðiskerfinu, en það hefur verið að breytast á síðustu árum," segir hann, og vísar meðal annars til hagræðingar sem eru í gangi á deildum og byggingu nýs hátæknisjúkrahúss. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um ferðir hjúkrunarfræðingsins í síma 4-10-80-80.Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu sem er undirmönnuð og fjársvelt.
Harmageddon Mest lesið Lásasmiður sem skjöldur lögreglu? Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Sannleikurinn: Hanna Birna segir af sér vegna leka Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon Norska krullulandsliðið hlýtur að vera ósigrandi í þessu Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon Eins og djúsí Big Mac með stórum frönskum Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Anna Tara ekki lengur á lausu Harmageddon