Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, sem syngur lagið Lífið kviknar á ný í söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, prófaði Hópkaups tilboð dagsins og skellti sér í nýjasta æðið á Íslandi, Fish Spa fótsnyrtingu, með kærastanum.
Það kom þó fljótt í ljós að það var ekki besta hugmynd í heimi því Sigga Eyrún reyndist dauðhrædd við fiskana og tilhugsunina um að stinga tánum ofan í fiskabúrið!
Myndir þú þora að prófa Fish Spa?
