
Tímósjenkó mun bjóða sig fram til forseta

Evrópusambandið hafði sett það sem eitt af skilyrðum viðskiptasamninga ESB og Úkraínu, sem Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hafnaði á seinasta ári og varð kveikjan að því ófremdarástandi sem ríkt hefur í landinu að undanförnu, að Tímósjenkó yrði leyst úr haldi.
„Ég mun sjá til þess að ekki einn einasti blóðdropi muni gleymast,“ sagði Tímósjenkó um framboðið og segir hún að ógnarstjórn Janúkovítsj sé nú liðin undir lok.
Talsmaður Janúkovítsj segir að forsetinn muni ekki láta af völdum þrátt fyrir að það hafi verið niðurstaða úkraínska þingsins að víkja honum úr embætti.
Boðað hefur verið til forsetakosninga þann 25. maí.
Tengdar fréttir

Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir
Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag.

67 lögreglumenn teknir í gíslingu
Bandarísk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ofbeldisins í Kænugarði.

Viktor Janúkovítsj flúinn frá Kænugarði
Forsetinn er talinn vera í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu.

Tímósjenkó laus úr haldi
Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, hefur nú verið látin laus úr haldi.

Tímósjenkó hugsanlega laus úr fangelsi
Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra landsins mun að öllum líkindum losna brátt úr haldi, en hún var dæmt til sjö ára fangelsisvistar árið 2011.

Úkraínska þingið vill koma Janúkovítsj frá
Þingið boðaði til forsetakosninga þann 25. maí næstkomandi, klukkutíma eftir að Janúkovítsj hafði lýst því yfir að hann myndi ekki segja af sér.

35 sagðir látnir í Kænugarði
Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé.

Kosningum flýtt í Úkraínu
Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins.