„Þegar maður kemur hingað um sumar sér maður hversu ótrúlega grænt og fallegt landið er,“ segir Alex Graves, leikstjóri í myndbandinu. Leikarar þáttanna taka í sama streng:
„Ég naut veðursins, fyrir utan það hversu þykkur búningurinn minn er, ég er að stikna,“ segir Rory McCann sem leikur persónuna The Hound.
Í athugasemdakerfinu við myndbandið, á vefsíðunni Youtube, lýsa margir aðdáendur þáttanna yfir undrun sinni á fegurð landsins. Þeir eru einnig að velta því fyrir sér hvað það þýði fyrir þættina að tekið hafi verið upp að sumri til.
Myndbandið má sjá hér að neðan.