Bæði Gunnar og Akhmedov negldu á rétta þyngd en þeir voru báðir 170 pund eða 77,1kg þegar þeir stigu á vigtina í dag. Mikið er gert á vigtunardag til að hitta á rétta þyngd enda skiptir það miklu máli.
Vel fór á með þeim félögunum í dag en það sama verður ekki uppi á tengingnum annað kvöld þegar þeir berjast í veltivigt UFC. Bardaginn er gríðarlega mikilvægur fyrir þá enda bæði Gunnar og Rússinn taplausir.
Aðalbardagi kvöldsins er viðureign AlexandersGustafsson og JimiManuwa í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.