Krabbameinssjúklingar fá „leiðsögumenn" í gegnum heilbrigðiskerfið Hrund Þórsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir marga eiga í erfiðleikum með að rata í gegnum frumskóg heilbrigðiskerfisins. Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum. Landspítalinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira