"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Hrund Þórsdóttir skrifar 17. mars 2014 18:53 Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“ Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00