Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2014 21:15 Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. Í þættinum „Um land allt” í kvöld fjallaði hann um fjárfestingar sínar í bænum en brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Uppbygging skíðasvæðis er hluti af verkefnum sem Róbert kostar.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Við sögðum í gær frá veitingastöðum og nýju hóteli sem Róbert er og hefur verið að byggja. Hann leggur jafnframt verulega fjármuni í afþreyingu eins og skíðasvæði Siglfirðinga og nýjan golfvöll. Spurður um hversu mikið hann sé að fjárfesta í ferðaþjónustu á Siglufirði svarar Róbert að það séu samtals um 2.300 milljónir króna. Róbert er að einnig að byggja upp líftæknifyrirtækið Genís með öðrum en það vinnur að þróun fæðubótarefna og lyfja, eins og beinfyllingarefnis. Frá árinu 2005 segir hann að búið sé leggja um 940 milljónir króna í Genís. Þá hefur Róbert verið stórtækur í fasteignakaupum á Siglufirði og keypti nýlega gömlu síldarverksmiðjurnar. Hann kannar nú þann möguleika að nýta hluta húsnæðisins undir klóríð-alkalí verksmiðju, sem framleiðir sóta, sýru og klór; efni sem þarf vegna líftækniframleiðslu Genís.Litríku húsin næst, sem og stóru mannvirkin fjær, eru nú í eigu Róberts Guðfinnssonar.Mynd/Jón Steinar Ragnarsson.Róbert heyrir það reglulega að hann sé bara að skila til baka kvótagróðanum úr Þormóði ramma en hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir tæpum áratug. Hann svarar því til að hann hafi farið með 114 milljónir króna úr Ramma en segir það duga skammt í það sem hann sé að gera núna á Siglufirði. Róbert greindi nánar frá verkefnum sínum í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Haldið verður áfram að fjalla um Róbert og Siglufjörð í næsta þætti eftir viku.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00