Einn áhugaverðasti kappinn í UFC, Roy "Big Country" Nelson, bauð upp á flugeldasýningu í Abu Dhabi í kvöld.
Nelson er ekki þekktur fyrir einstakt líkamlegt atgervi en rotari er hann. Maðurinn með bumbuna gerði sér lítið fyrir í kvöld og rotaði Minotauro Nogueira með stæl í kvöld. Það gerði hann í fyrstu lotu.
Nelson sótti strax frá fyrstu sekúndu og Nogueira hafði ekkert í hann að gera. Nelson kom snemma þungum höggum inn og var aldrei spurning hvernig bardaginn færi.
Rothöggið var síðan rosalegt og líklega ekki til sá maður sem hefði þolað það högg.
Bardagann má sjá hér að ofan.
Rosalegt rothögg hjá Nelson | Myndband
Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn