Tuttugu ár frá því að Ayrton Senna lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2014 14:00 Ayrton Senna. Vísir/Getty Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty Formúla San Marínó Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Brasilíski kappakstursmaðurinn Ayrton Senna lést fyrir tuttugu árum síðan eftir árekstur í formúlu eitt keppni á Imola-brautinni í San Marínó en hann var þá aðeins 34 ára gamall og þrefaldur heimsmeistari. Fjölmargir hafa minnst Ayrton Senna í dag sem og Austurríkismannsins Roland Ratzenberger sem lést í tímatökunni fyrir sama kappakstur á Imola-brautinni 1. maí 1994. Það verður meðal annars fjögurra daga minningarathöfn á Imola-brautinni þar sem sérstök minningarganga um þá Ayrton Senna og Roland Ratzenberger fer fram í dag en í gær var messa tileinkuð þeim þar sem foreldrar Ratzenberger tóku þátt. Ayrton Senna var talsmaður þess að bæta öryggi ökumanna og gagnrýndi Imola-brautina meðal annars eftir dauðaslys Roland Ratzenberger. Aðeins sólarhring seinna var hann sjálfur allur eftir að hafa keyrt út úr brautinni í beygju og á vegg. Ayrton Senna er í margra augum einn fremsti formúlu eitt ökumaður allra tíma og sem dæmi um vinsældir hans í Brasilíu þá hafa Brasilíumenn sett hann ofar en Pele þegar þeir kjósa fremsta íþróttamann í sögu brasilísku þjóðarinnar. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þessari skelfilegu helgi í formúlu eitt verður meðal annars boðið upp á sýningar á ljósmyndum frá ferli Senna sem og kvikmyndum um Senna á Imola-brautinni. Sérstök ráðstefna um öryggismál í formúlu eitt fer einnig fram að þessu tilefni. Brautin verður líka opin fyrir gesti sem fá þá tækifæri til að láta reyna á ökumannshæfileika sína þar á meðal verður sérstakur Senna-minningakappakstur á morgun. Senna verður ekki aðeins minnst á Imola-brautinni heldur út um allan heim og Brasilíumenn eru fyrir nokkru farnir að heiðra minningu hans með ýmsum hætti. Leikmenn Corinthians-fótboltaliðsins mættu meðal annars með Senna-hjálma þegar þeir stilltu sér upp fyrir leik á móti erkifjendum sínum en Senna var harður stuðningsmaður Corinthians-liðsins.Ayrton SennaVísir/Getty
Formúla San Marínó Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira