Barnastjarnan Justin Bieber er enn einu sinni í vandræðum en hann er nú til rannsóknar vegna ránstilraunar.
Talskona lögreglunnar í Los Angeles segir að málið hafi komið upp aðfararnótt þriðjudags en kona ein í borginni hefur kært Bieber fyrir að reyna að ræna af sér símanum.
Málið mun þannig vaxið að Bieber og félagar hans voru að spila mínígolf í San Fernando dalnum í Kalíforníu þegar konan sá stjörnuna og hóf að taka myndir á símann sinn. Bieber hafi þá rokið til og reynt að ná af henni símanum. Í kjölfarið ákvað hún að kæra atkvikið og segir Sky-fréttastofan líkur á því að Bieber verði kallaður til yfirheyrslu vegna málsins.
Bieber í bullandi vandræðum
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
