Hvað er einelti? Eiríkur Árni Hermannsson skrifar 12. maí 2014 10:13 Er það einelti þegar kennari reynir að halda uppi aga í kennslustund með 20 til 30 börn í tíma og einn til tveir nemendur, sem ekki lærðu heima, gleymdu bókunum, eða hafa ekki fengið þá athygli heima fyrir sem þau þurfa og ákveða að betra sé að fá neikvæða athygli í skólanum en að fá enga athygli. Er það einelti hjá kennaranum að reyna að halda uppi kennslu og halda aftur af þessum 1 til 2 nemendum sem ekki komu í þennan tíma til að læra og eru stöðugt að trufla kennslu? Algengt er að börn með athyglisbrest, ofvirkni eða börn frá heimilum þar sem skortur er á athygli, ást, umhyggju og hrósi, bregði sér í búning Trúðsins til að fanga athygli. Oftar en ekki tekst Trúðnum vel til í fyrstu og hann nær að fanga athygli en smátt og smátt dalar athygli samnemendana og endar oftar en ekki með pirringi út í Trúðinn og jafnvel einhverskonar einelti. Þetta veit ég að leikarinn getur staðfest af eigin reynslu! Þegar kennarinn hefur reynt að ná til nemandans og beitt til þess ýmsum aðferðum án árangurs, hvað segir þessi brotni einstaklingur (trúðurinn) foreldrum sínum þegar óveðursský hrannast upp og kvartanir fara að berast frá skólanum? Barnið seigir ekki foreldrum sínum að það sakni meiri tíma, athygli og ást frá foreldrunum, nei öll þeirra ógæfa hófst þegar kennarinn byrjaði að skamma það fyrir að koma ekki með töskuna í skólann, eða bækurnar og hann var alltaf að skamma það fyrir að koma ólært í skólann. Elsku vinur þetta er bara einelti af versta tagi! Því það er ekkert að heima hjá okkur! Og málið dautt. Sjálfur hef ég leyst af í kennslu í nokkrum skólum og verið ásakaður af nemanda um einelti í eitt skipti. Ég hafði kennt viðkomandi nemanda í tæpan mánuð þegar ég ákvað að vísa honum úr tíma þar sem hann hafði verulega truflun á kennslu og þetta ástand hafði bara versnað allan mánuðinn. Ég sagði nemandanum að hitta mig hjá skólastjóranum að loknum þessum tíma. Það síðasta sem nemandinn sagði þegar hann fór úr tíma var að hann ætlaði að kæra mig fyrir einelti. Þegar ég kom á fund skólastjóra var nemandinn búin að hitta skólastjórann og kvarta undan að ég legði hann í einelti og hann ætlaði ekki að láta einhvern smið vera að kenna sér. Ég sagði bæði skólastjóranum og nemandanum að ég treysti mér ekki að hafa hann í tíma hjá mér að óbreyttu, en ef hann vildi hugsa sinn gang og biðjast afsökunar þá skildi ég gefa honum einn séns, en í raun ætti hann að biðja samnemendur sína afsökunar en ekki mig. Ég kvaddi nemandann og hvatti hann til að hugsa sinn gang, ég settist niður með skólastjóranum og við ræddum stöðuna. Skólastjórinn sagði að nemandinn væri búin að reyna á þolrif flestra kennara skólans, en hann kæmi frá mjög brotnu heimili og væri kominn í þennan skóla þar sem hann byggi nú hjá fósturforeldrum. Að loknum þessum fundi var ég á leið heim, þar beið nemandinn eftir mér til að biðjast afsökunar, sem var auðfengið. Þarna stóð 12-13 ára barn að hrópa á hjálp, barn sem vantaði athygli og traust, einhvern sem tilbúin var að hlusta á sögu þess barns og gefa því smá tíma. Ég skrifa þessar línur þar sem mér hefur ofboðið umræðan og fréttaflutningur af meintu einelti í Grindavíkurskóla. Sjálfur á ég tvö börn sem hafa verið í þessum skóla og notið kennslu og liðsinnis umrædds kennara og hafa alla tíð borið honum góða sögu og þótt afar vænt um hann. Síðustu 7-8 ár hafa leiðir míns og kennarans legið oft saman á íþróttamótum þar sem við höfum verið að fylgja börnum okkar, þá hafa börnin þótt kennarinn sjálfskipaður þegar eitthvað hefur bjátað á og foreldrar eða þjálfari voru ekki á staðnum. Ég dáðist oft af natni hans við börnin og hvað hann gat verið fljótur að breyta sárum gráti í hlátur og baráttugleði. Eftir að hafa hlustað á fréttaflutning af þessu máli og séð viðtalið við Trúðinn sem taldi sig geta dæmt bæði kennara og skólayfirvöld í Grindavík án þess að kynna sér málið til hlítar og frá fleiri sjónarhornum. Ég hringdi í eldra barnið mitt til að spyrja það hvað væri að gerast í skólanum í Grindavík, ég heyrði strax að því væri mikið brugðið og miður sín hvernig talað var um kennarann. Þegar ég spurði hvað væri til í þessu var svarið eftirfarandi: „Pabbi! hann gat stundum verið harður við okkur ef við lærðum ekki heima, en hefði hann ekki verið svona harður við mig þegar ég var í 4 bekk og nennti ekki að læra heima og mamma var alltaf að leita að mér á kvöldin, þá væri ég ekki hér og hefði ekki náð níu í meðaleinkunn þegar ég útskrifaðist frá Grindavíkurskóla.“ Nú þegar meintur gerandi hefur stígið til hliðar og farið í frí, þá hvet ég foreldra meintra þolenda að líta í eigin barm og spyrja sig hvað gátuð þið gert betur. Sjálfur hef ég verið í forsvari fyrir samtök sem börðust fyrir velferð barna, og fagnaði því mjög þegar Regnbogabörn voru stofnuð. En ég frábið mér framkomu leikarans og Trúðsins í fjölmiðlum þar sem hann taldi sig umkominn að nota frægð sína til að koma fram í fjölmiðlum og dæma mann og annan, og leyfa ekki réttum yfirvöldum að fara ofan í málið. Ég hélt að Regnbogabörn hefðu verið stofnuð til að styðja við þolendur eineltis og aðstandendur þeirra og stuðla að opinberi umræðu um þau mál, en ekki að taka sér dómsvald. Það er kannski þess vegna að samtökin eru ekki til lengur? Að lokum vill ég þakka fyrir þolinmæði ást og umhyggju sem kennarinn hefur sýnt mínum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Er það einelti þegar kennari reynir að halda uppi aga í kennslustund með 20 til 30 börn í tíma og einn til tveir nemendur, sem ekki lærðu heima, gleymdu bókunum, eða hafa ekki fengið þá athygli heima fyrir sem þau þurfa og ákveða að betra sé að fá neikvæða athygli í skólanum en að fá enga athygli. Er það einelti hjá kennaranum að reyna að halda uppi kennslu og halda aftur af þessum 1 til 2 nemendum sem ekki komu í þennan tíma til að læra og eru stöðugt að trufla kennslu? Algengt er að börn með athyglisbrest, ofvirkni eða börn frá heimilum þar sem skortur er á athygli, ást, umhyggju og hrósi, bregði sér í búning Trúðsins til að fanga athygli. Oftar en ekki tekst Trúðnum vel til í fyrstu og hann nær að fanga athygli en smátt og smátt dalar athygli samnemendana og endar oftar en ekki með pirringi út í Trúðinn og jafnvel einhverskonar einelti. Þetta veit ég að leikarinn getur staðfest af eigin reynslu! Þegar kennarinn hefur reynt að ná til nemandans og beitt til þess ýmsum aðferðum án árangurs, hvað segir þessi brotni einstaklingur (trúðurinn) foreldrum sínum þegar óveðursský hrannast upp og kvartanir fara að berast frá skólanum? Barnið seigir ekki foreldrum sínum að það sakni meiri tíma, athygli og ást frá foreldrunum, nei öll þeirra ógæfa hófst þegar kennarinn byrjaði að skamma það fyrir að koma ekki með töskuna í skólann, eða bækurnar og hann var alltaf að skamma það fyrir að koma ólært í skólann. Elsku vinur þetta er bara einelti af versta tagi! Því það er ekkert að heima hjá okkur! Og málið dautt. Sjálfur hef ég leyst af í kennslu í nokkrum skólum og verið ásakaður af nemanda um einelti í eitt skipti. Ég hafði kennt viðkomandi nemanda í tæpan mánuð þegar ég ákvað að vísa honum úr tíma þar sem hann hafði verulega truflun á kennslu og þetta ástand hafði bara versnað allan mánuðinn. Ég sagði nemandanum að hitta mig hjá skólastjóranum að loknum þessum tíma. Það síðasta sem nemandinn sagði þegar hann fór úr tíma var að hann ætlaði að kæra mig fyrir einelti. Þegar ég kom á fund skólastjóra var nemandinn búin að hitta skólastjórann og kvarta undan að ég legði hann í einelti og hann ætlaði ekki að láta einhvern smið vera að kenna sér. Ég sagði bæði skólastjóranum og nemandanum að ég treysti mér ekki að hafa hann í tíma hjá mér að óbreyttu, en ef hann vildi hugsa sinn gang og biðjast afsökunar þá skildi ég gefa honum einn séns, en í raun ætti hann að biðja samnemendur sína afsökunar en ekki mig. Ég kvaddi nemandann og hvatti hann til að hugsa sinn gang, ég settist niður með skólastjóranum og við ræddum stöðuna. Skólastjórinn sagði að nemandinn væri búin að reyna á þolrif flestra kennara skólans, en hann kæmi frá mjög brotnu heimili og væri kominn í þennan skóla þar sem hann byggi nú hjá fósturforeldrum. Að loknum þessum fundi var ég á leið heim, þar beið nemandinn eftir mér til að biðjast afsökunar, sem var auðfengið. Þarna stóð 12-13 ára barn að hrópa á hjálp, barn sem vantaði athygli og traust, einhvern sem tilbúin var að hlusta á sögu þess barns og gefa því smá tíma. Ég skrifa þessar línur þar sem mér hefur ofboðið umræðan og fréttaflutningur af meintu einelti í Grindavíkurskóla. Sjálfur á ég tvö börn sem hafa verið í þessum skóla og notið kennslu og liðsinnis umrædds kennara og hafa alla tíð borið honum góða sögu og þótt afar vænt um hann. Síðustu 7-8 ár hafa leiðir míns og kennarans legið oft saman á íþróttamótum þar sem við höfum verið að fylgja börnum okkar, þá hafa börnin þótt kennarinn sjálfskipaður þegar eitthvað hefur bjátað á og foreldrar eða þjálfari voru ekki á staðnum. Ég dáðist oft af natni hans við börnin og hvað hann gat verið fljótur að breyta sárum gráti í hlátur og baráttugleði. Eftir að hafa hlustað á fréttaflutning af þessu máli og séð viðtalið við Trúðinn sem taldi sig geta dæmt bæði kennara og skólayfirvöld í Grindavík án þess að kynna sér málið til hlítar og frá fleiri sjónarhornum. Ég hringdi í eldra barnið mitt til að spyrja það hvað væri að gerast í skólanum í Grindavík, ég heyrði strax að því væri mikið brugðið og miður sín hvernig talað var um kennarann. Þegar ég spurði hvað væri til í þessu var svarið eftirfarandi: „Pabbi! hann gat stundum verið harður við okkur ef við lærðum ekki heima, en hefði hann ekki verið svona harður við mig þegar ég var í 4 bekk og nennti ekki að læra heima og mamma var alltaf að leita að mér á kvöldin, þá væri ég ekki hér og hefði ekki náð níu í meðaleinkunn þegar ég útskrifaðist frá Grindavíkurskóla.“ Nú þegar meintur gerandi hefur stígið til hliðar og farið í frí, þá hvet ég foreldra meintra þolenda að líta í eigin barm og spyrja sig hvað gátuð þið gert betur. Sjálfur hef ég verið í forsvari fyrir samtök sem börðust fyrir velferð barna, og fagnaði því mjög þegar Regnbogabörn voru stofnuð. En ég frábið mér framkomu leikarans og Trúðsins í fjölmiðlum þar sem hann taldi sig umkominn að nota frægð sína til að koma fram í fjölmiðlum og dæma mann og annan, og leyfa ekki réttum yfirvöldum að fara ofan í málið. Ég hélt að Regnbogabörn hefðu verið stofnuð til að styðja við þolendur eineltis og aðstandendur þeirra og stuðla að opinberi umræðu um þau mál, en ekki að taka sér dómsvald. Það er kannski þess vegna að samtökin eru ekki til lengur? Að lokum vill ég þakka fyrir þolinmæði ást og umhyggju sem kennarinn hefur sýnt mínum börnum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun