Skorar á oddvita sinn að hlekkja sig við gröfu Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2014 13:15 Áslaug María Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttur háðu hörkurimmu á Twitter þar til Halldór Halldórsson skakkaði leikinn Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira