

Þjónustubærinn Garðabær
Garðabær er sannkallaður þjónustubær, en betur má ef duga skal. Þó nokkur tekjuafgangur er hjá sveitafélaginu og ætti að nýta hann til enn betri þjónustu við bæjarbúa.
Auka þarf frístundamöguleika fyrir eldra fólk og þá í samvinnu við það. Mikið er um fallega göngustíga og lítil og smekkleg útivistarsvæði. Bæta mætti við bekkjum á fjölda staða og er ég viss um að útivist myndi aukast meðal eldri borgara og jafnvel smábarnafjölskyldna ef hægt væri að setjast, hvíla lúin bein og njóta. Ekki væri verra að koma upp almenningsalerni sérstaklega með eldra fólk í huga. Einnig eru hundaeigendur mun duglegri við að tína upp eftir hunda sína ef fleiri ruslafötur eru sýnilegar. Æskilegt er að einstaka grænt svæði væri lokað fjórfættlingum m.a. vegna fuglalífs og lögð áhersla á sérstök hundasvæði í staðin.
Til að bæir blómstri þarf að huga vel að samgönguleiðum til og frá bænum sem þurfa að vera greiðfærar, almenningssamgöngur verða að virka vel á milli bæjarhluta með frístundir og skóla í huga. Í því tilliti ber að hafa þarfir notenda að leiðarljósi þannig að samgöngur séu fyrir hendi á þeim tímum sem þörf er á. Fyrir marga, sérstaklega börn og eldri skýrist hluti lífsgæða af almenningssamgöngum sem virka og treysta má á.
Leikskólarnir okkar eru góðir og fer þar fram fjölbreytt starfsemi og er þróunarverkefnið Námsbók barnsins jákvætt dæmi um það og getur verið mikill stuðningur í þroskaferlinu. Mikilvægt er að sinna þörf og eftirspurn með því að bæta við plássum í eldri hluta bæjarins þar sem foreldrar vilja oftast að börnin séu ekki of langt frá heimilinu.
Heilbrigðisþjónusta bæjarins er góð en margir hafa áhyggjur af vöntun á sérfræðingum og úrræðum hjá félagsþjónustunni.
Að hlusta á íbúa og hafa upplýsingaflæði frá stjórnsýslu aðgengilegt og skýrt er eitt af aðalstólpum góðs samfélags. Garðabær bærinn okkar byggist á íbúavænu umhverfi sem hlúa ber að, bær þar sem allir aldurshópar geta notið sín í skjóli þeirrar þjónustu sem bærinn á að hafa mikinn metnað til að veita.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar