Hjúkrunarfræðingurinn tók sér frest Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 09:59 Frá þingfestingu í morgun. Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni. Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, og lögfræðingur Landspítalans fóru fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því frestað til 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi en atvikið átti sér stað í október árið 2012. Sjúklingurinn var að jafna sig eftir hjartaaðgerð og var með slöngu, eða svokallaðan ventil, í hálsinum sem þurfti að losa reglulega. Heimildir Vísis herma að það hafi af einhverjum ástæðum gleymst að losa hann og því hafi maðurinn kafnað og látið lífið. Við dauðsfallið létu starfsmenn spítalans strax vita að grunur léki á að mistök hefðu valdið dauða mannsins og í kjölfarið var gerð rannsókn á vegum Landlæknisembættisins og lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknar spítalans var að margir samverkandi þættir hefðu valdið mistökum en það er algengasta ástæða mistaka í heilbrigðiskerfinu. Ríkisaksóknari telur brot hjúkrunarfræðingsins, sem er á þrítugasta og sjöunda aldursári, varða við 215. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kveður á um að ef bani hlýst af gáleysi annars manns þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Saksóknari telur einnig að framangreind háttsemi starfsmannsins varði Landspítala einnig refsiábyrgð samkvæmt lögum um refsiábyrgð lögaðila eins og segir í ákærunni.
Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19 Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00
Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. 26. maí 2014 10:19
Sextán tíma vaktir hjúkrunarfræðinga sjaldgæfar Þingfesting í máli hjúkrunarfræðings Landspítalans sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi verður á föstudag. 3. júní 2014 07:00
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Tvöfaldar vaktir alþekktur veruleiki Nauðsynlegt er að vinna bug á starfsumhverfi sem ýtir undir mistök að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 23. maí 2014 12:59
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00