Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 09:51 Jón Ásgeir Jóhannesson. Vísir/Hörður Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár. Aurum Holding málið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um Aurum-málið og rannsóknir Sérstaks saksóknara á sér. Hann ber embættið þungum sökum, sérstaklega tvo starfsmenn þess. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir. Þetta eru lögreglumennirnir Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon. Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi. Ég tel þá vera uppvísa að því að leyna mikilvægum gögnum við rannsókn málanna og hafa snúið út úr framburðum annarra sem hafa verið bornir undir mig. Mér finnst þeir rannsaka mál út frá sektinni einni saman. Með þessu brjóta þeir lög“, skrifar Jón Ásgeir. Hann gagnrýnir vinnubrögð Sérstaks saksóknara í Aurum-málinu þar sem hann segir Sérstakan saksóknara hafa haldið mikilvægum gögnum frá dómnum. „Kappsamir saksóknarar, sem verða að verja fyrri gerðir sínar á rannsóknarstigi, eru hættulegir samfélaginu. Í Aurum-málinu reyndi Sérstakur saksóknari að halda frá dómnum mjög mikilvægum gögnum. Gögnum, sem gátu skilið á milli þess hvort við sem vorum ákærðir yrðum dæmdir til fangelsisvistar eða ekki.“ Jón Ásgeir telur að íslenska ríkið hafi eytt um 3,5 milljörðum í rannsóknir á hendur sér síðustu tólf árin og segir að aldrei fyrr í Íslandssögunni hafi einum manni verið haldið sem sakborningi í tólf ár. Þrátt fyrir sterkan vilja rannsóknar- og saksóknarvaldsins til að koma honum í fangelsi hafi það ekki tekist. „Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert. Ég held að á þessum tíma hafi ég verið sakaður um allar tegundir viðskiptabrota sem til eru. Út úr þessu hefur ekkert komið miðað við allar þær sakir, sem á mig hafa verið bornar,“ skrifar Jón Ásgeir. Hann staðhæfir að upphaf mála gegn honum megi rekja til óvildar fyrrverandi áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum í hans garð og vísar þar til þess þegar tölvupóstar Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Jónínu Benediktsdóttur voru opinberaðir fyrir níu árum. Að lokum segist Jón Ásgeir vænta mikils af niðurstöðu máls síns gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstól Evrópu, enda sjái það allir að ekki sé hægt að halda manni í stöðu sakbornings í tólf ár.
Aurum Holding málið Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira