Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2014 12:28 Reynir biður Þórey afsökunar og tilkynnir að sá sem lak minnisblaðinu sé Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu. „Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV. Lekamálið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
„Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV.
Lekamálið Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira