Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur kalla eftir frásögnum kvenna af reynslu þeirra og ástæðum fyrir fóstureyðingu.
Það er lítið vitað um reynslu kvenna af fóstureyðingu og því er þetta mjög þarft og mikilvægt verkefni og hvet ég alla sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu (hvort sem er með lyfjum eða aðgerð) að setja sig í samband við þær stöllur í netfangið sogurkvenna@gmail.com.
Þátttaka er nafnlaus (nema þátttakandi kjósi annað) og fullum trúnaði er heitið.
Segðu þína sögu
