Nú er farið að birta til á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna stendur yfir. Veðrið setti fyrstu dagana strik í reikninginn, en nú er farið að sjá í heiðan himinn og landsmótsgestum fjölgar ört.
Veðurspá fyrir helgina er góð, en þá fara fram öll helst úrslit á mótinu.
