Andy Murray, ríkjandi Wimbledon-meistari í tennis, féll í dag úr leik er hann tapaði fyrir Grigor Dimitrov í fjórðungsúrslitum.
Dimitrov hafði betur í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-2 og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er 23 ára gamall og í þrettánda sæti heimslistans.
Murray batt enda á 77 ára bið Breta eftir breskum sigurvegara á Wimbledon í fyrra og hafði ekki tapað sautján viðureignum í röð á mótinu.
Hann átti hins vegar ekki möguleika í dag og komst því ekki í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2008.
Þess má geta að Dimitrov er unnusti Mariu Sharapovu sem féll úr leik í fjórðu umferð einliðaleiks kvenna. Sharapova vann þó Opna franska meistaramótið í síðasta mánuði.
Viktoria Plzen
Manchester Utd