Gæði Hyundai skila fyrsta sæti í gæðakönnun J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 14:15 Góður árangur hjá Hyundai í gæðakönnun J.D. Power. Hyundai rataði í fyrsta sæti gæðakönnunar J.D. Powers í síðustu viku en árangurinn þykir einstaklega góður hjá Hyundai þar sem Hyundai Accent var í efsta sæti í flokki lítilla bíla, Hyundai Elantra (i30 á Íslandi) var efstur í millistærðarflokki og Hyundai Genesis var efstur í lúxusbílaflokki. Þá náði Hyundai framúrskarandi árangri með lágri bilanatíðni en þar voru efst á blaði Porsche, Jaguar, Lexus, Hyundai og Toyota. Restina ráku bílar frá Fiat, Jeep, Mitsubishi, Scion (í eigu Toyota) og Mazda. J.D. Power gæðakönnunin byggir ekki eingöngu á gögnum um bilanir í bílum heldur nær könnunin einnig til tæknibúnaðar og hvernig umgengni við hann er. Margir nýir bílar eiga erfitt með að ná góðum árangri vegna flókinnar hönnunar og fer vandamálið vaxandi eftir því sem aukabúnaður eykst í bílum. Hyundai kemst vel frá þessu vandamáli enda hefur framleiðandinn lagt mikla áherslu á notendavænt umhverfi bílanna sem hefur orðið til þess að upplifun eigenda á raunverulegum gæðum verður meiri og betri. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Hyundai rataði í fyrsta sæti gæðakönnunar J.D. Powers í síðustu viku en árangurinn þykir einstaklega góður hjá Hyundai þar sem Hyundai Accent var í efsta sæti í flokki lítilla bíla, Hyundai Elantra (i30 á Íslandi) var efstur í millistærðarflokki og Hyundai Genesis var efstur í lúxusbílaflokki. Þá náði Hyundai framúrskarandi árangri með lágri bilanatíðni en þar voru efst á blaði Porsche, Jaguar, Lexus, Hyundai og Toyota. Restina ráku bílar frá Fiat, Jeep, Mitsubishi, Scion (í eigu Toyota) og Mazda. J.D. Power gæðakönnunin byggir ekki eingöngu á gögnum um bilanir í bílum heldur nær könnunin einnig til tæknibúnaðar og hvernig umgengni við hann er. Margir nýir bílar eiga erfitt með að ná góðum árangri vegna flókinnar hönnunar og fer vandamálið vaxandi eftir því sem aukabúnaður eykst í bílum. Hyundai kemst vel frá þessu vandamáli enda hefur framleiðandinn lagt mikla áherslu á notendavænt umhverfi bílanna sem hefur orðið til þess að upplifun eigenda á raunverulegum gæðum verður meiri og betri.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent