Umsátrið mun dragast á langinn Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2014 08:16 Sprengjum rignir nú yfir Gasasvæðið sem aldrei fyrr og Netanyahu hefur tilkynnt að líklega muni umsátrið dragast eitthvað á langinn. vísir/ap Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að bráð nauðsyn væri á að stöðva þyrfti ofbeldið á Gasasvæðinu. Þessu yrði að linna, í nafni mannúðar. Hann sakaði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna, um að vera óábyrgir og siðferðislega á rangri braut fyrir að láta sitt eigið fólk deyja. En, engan bilbug er hins vegar að finna á leiðtogunum sem deila þrátt fyrir ákall Ban Ki-moon og ítrekaðar áskoranir leiðtoga hinna vestrænu ríkja. Netanjahú lætur þetta sem vind um eyru þjóta óg í morgun varaði hann við því að átökin kunni líkast til að dragast á langinn; þeim muni ekki ljúka fyrr en Ísraelsmönnum takist að ganga á milli bols og höfuðs öllu því sem tengist hernaði í ranni Hamas-samtakanna. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi þar sem Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina, en BBC greindi frá þessu nú fyrir skömmu. Áður hefur hann sagt að ekkert stríð sé eins „réttlætanlegt“ og þetta. Í kjölfarið fylgdu svo harðari sprengjuárásir á Gasa en nokkru sinni, af lofti, láði og legi; sextíu talsins þar sem skotmörkin voru sjónvarps- og útvarpsstöðvar sem tengjast Hamas. Að minnsta kosti 60 manns voru drepnir, að sögn palestínskra yfirvalda. Miklir eldar loga nú við eina raforkuver svæðisins. Gasa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að bráð nauðsyn væri á að stöðva þyrfti ofbeldið á Gasasvæðinu. Þessu yrði að linna, í nafni mannúðar. Hann sakaði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna, um að vera óábyrgir og siðferðislega á rangri braut fyrir að láta sitt eigið fólk deyja. En, engan bilbug er hins vegar að finna á leiðtogunum sem deila þrátt fyrir ákall Ban Ki-moon og ítrekaðar áskoranir leiðtoga hinna vestrænu ríkja. Netanjahú lætur þetta sem vind um eyru þjóta óg í morgun varaði hann við því að átökin kunni líkast til að dragast á langinn; þeim muni ekki ljúka fyrr en Ísraelsmönnum takist að ganga á milli bols og höfuðs öllu því sem tengist hernaði í ranni Hamas-samtakanna. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi þar sem Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina, en BBC greindi frá þessu nú fyrir skömmu. Áður hefur hann sagt að ekkert stríð sé eins „réttlætanlegt“ og þetta. Í kjölfarið fylgdu svo harðari sprengjuárásir á Gasa en nokkru sinni, af lofti, láði og legi; sextíu talsins þar sem skotmörkin voru sjónvarps- og útvarpsstöðvar sem tengjast Hamas. Að minnsta kosti 60 manns voru drepnir, að sögn palestínskra yfirvalda. Miklir eldar loga nú við eina raforkuver svæðisins.
Gasa Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira