Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 14:24 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi óskað eftir því að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. Vísir/Stefán Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“ Lekamálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“
Lekamálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira